Cayenne Industry Times
SEE OTHER BRANDS

The latest industries and services news from French Guiana

Yfirborðssýni staðfesta fund sjaldgæfra jarðmálma (Rare Earth Elements) í háum styrk í Suður-Grænlandi

Reykjavík, Nov. 04, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) --

Yfirborðssýni staðfesta fund sjaldgæfra jarðmálma (Rare Earth Elements) í háum styrk í Suður-Grænlandi

Amaroq Ltd. (AIM, TSX-V, NASDAQ Iceland: AMRQ, OTCQX: AMRQF) tilkynnir fyrstu greiningu á sjaldgæfum jarðmálmum (e. Rare-Earth Elements) innan Nunarsuit-leyfis félagsins í Suður-Grænlandi. Niðurstöðurnar, sem koma frá Ilua pegmatítsvæðinu, marka fyrsta staðfesta fund Amaroq á sjaldgæfum jarðmálmum í háum styrkleika og eru mikilvægt skref í stefnu félagsins um að víkka út starfsemi sína inn á svið mikilvægra og sjaldgæfra jarðefna.

Helstu niðurstöður:

  • Rare-Earth Elements-málmgrýti með háum styrk, allt að 2.31% sjaldgæfra jarðefnaoxíða (“TREO”) fannst á Ilua pegmatítsvæðinu innan Nunarsuit-leyfisins sem staðsett er í vesturhluta Gardar svæðisins í Suður-Grænlandi.

  • Gardar svæðið er talið hýsa allt að 20% af heildarmagni sjaldgæfra jarðmálma í heiminum, samkvæmt Sameiginlegu rannsóknarmiðstöð Evrópusambandsins (JRC). Þar eru einnig að finna þekkt svæði sem geyma sjaldgæfa jarðmálma í miklu magni s.s. Kvanefjeld, Motzfjeld og Tanbreez.

  • Niðurstöður efnagreininga sýna að að meðaltali eru 27% þung (Heavy Rare-Earth) og 73% létt sjaldgæf jarðefni (Light Rare-Earth), þar af 21% lykilsegulmálmar (Nd, Pr, Dy og Tb). Fyrstu vettvangsrannsóknir benda til víðtæks pegmatítkerfis sem inniheldur sjaldgæfa jarðmálma sem kallar á frekari rannsóknir.

  • Svæðið sem um ræðir er nokkrir metrar á breidd og nær yfir um það bil 5 km með vísbendingum um margar samsíða sprungur, sem Amaroq hyggst kortleggja nánar á rannsóknartímabilinu 2026.

  • Pegmatítkerfin eru talin að mestu hýst í mónasíti (Monazite), sem gæti gert vinnslu sjaldgæfra jarðmálma einfaldari og auðveldari miðað við flóknari steindasamsetningu sem finnast annars staðar í Suður-Grænlandi. Niðurstöður efnagreininga eru að meðaltali undir núverandi hámarki grænlenskra stjórnvalda fyrir úraninnihald.

  • Amaroq áformar að hefja könnunarboranir vorið 2026 til að kortleggja umfang og dýpt svæðisins

  • Nunarsuit-leyfið er hluti af Gardaq ApS, dótturfélagi Amaroq, og verða frekari niðurstöður úr rannsóknarverkefnum félagsins (utan gullrannsókna) kynntar síðar.

Nálgast má kynningu á niðurstöðum frá Ilua pegmatítsvæðinu á heimasíðu félagsins eða með því að smella hér: https://www.amaroqminerals.com/investors/presentations/

James Gilbertson, yfirmaður rannsókna hjá Amaroq:
„Staðfesting á hágæða sjaldgæfum jarðmálmum (Rare Earth Elements) innan leyfissvæðis okkar eru afar jákvæð tíðindi og við erum mjög ánægð með þessar fyrstu niðurstöður. Þær marka jafnframt fyrstu skref Amaroq inn á svið sjaldgæfra jarðmálma í Grænlandi. Sérstaklega er ánægjulegt að sjá að málmgrýtið virðist hýst í steind með lágu magni úraníum og ,,hefðbundinni’’ steindafræðilegri samsetningu. Við teljum að sjaldgæfu jarðmálmarnir séu að mestu bundin við mónasít, sem auðveldar vinnslu þeirra með hefðbundnum aðferðum miðað við flóknari steindafræði sem finnst annars staðar í Suður-Grænlandi.

Við hlökkum til að halda áfram með frekari rannsóknir og könnnunarboranir á næsta ári og erum bjartsýn um að möguleikar Nunarsuit-svæðisins á sviði sjaldgæfra jarðefna geti skapað verulegt virði fyrir hluthafa, samhliða núverandi verkefnum okkar.“

Fyrstu niðurstöður sýna sjaldgæfa jarðmálma (Rare Earth Elements) í pegmatíti sem mun hafa stefnumótandi áhrif
Ilua-pegmatítsvæðið, sem er staðsett í vesturhluta Gardar svæðisins, var eitt af forgangssvæðum í rannsóknarverkefnum Gardaq á árinu 2025. Jarðfræðiteymið sem framkvæmdi kortlagningu og sýnatöku á svæðinu greindu grófkornótt pegmatít með óvenjulegum fylgisteindum. Efnagreiningar staðfestu síðan há gildi af sjaldgæfum jarðmálmum tengdum fosfati. Mónasít, rauðbrún fosfatsteind sem oft finnst í pegmatít-graníti, hefur áður verið greind á yfirborði og bendir til þess að hún sé líklegur hýsill sjaldgæfra jarðmálma á svæðinu. Niðurstöðurnar styðja við útvíkkun á starfsemi félagsins inn á svið mikilvægra málma á tímum vaxandi alþjóðlegrar eftirspurnar.

Nunarsuit svæðið (um 16 x 27 km að stærð) hefur verið lítið rannsakað með tilliti til sjaldgæfra jarðmálma, þrátt fyrir að eldri jarðfræðirannsóknir hafi bent á möguleika svæðisins. Akademískar rannsóknir hafa sýnt fram á að mónasít og apatit, sem er ríkt í sjaldgæfum jarðmálmum, eru algengar steindir í pegmatítum Nunarsuit, sem styður við áframhaldandi vettvangsrannsóknir Amaroq.

Næstu skref og áætlun fyrir 2026
Í kjölfar þessara niðurstaðna mun rannsóknarteymi Amaroq meta möguleika Ilua pegmatítsvæðisins og undirbúa borunarverkefni sem hluta af rannsóknaráætlun ársins 2026. Næstu skref fela í sér ítarlega gagnasöfnun og greiningu til að meta umfang og efnahagslegt gildi málmgrýtisins:

Ítarleg sýnataka: Áætlað er að framkvæma kerfisbundna sýnatöku til að meta styrk og dreifingu sjaldgæfra jarðefna (Rare-Earth Elements) á svæðinu, með það að markmiði að ákvarða meðalstyrk TREO og greina möguleg hágæða svæði innan pegmatítsins.

Steindafræðileg greining: Áform eru um ítarlega steinda- og bergfræðilega greiningu á söfnuðum sýnum. Mikilvægt er að greina nákvæmlega hvaða steindir hýsa sjaldgæfu jarðefnin, þar á meðal að staðfesta tilvist mónasíts og kanna mögulega fylgisteindir eins og allanít, xenotím eða bastnæsít. Niðurstöður úr þessari greiningu mun nýtast við frumrannsóknir á vinnsluaðferðum til að meta hvernig unnt sé að vinna sjaldgæfu jarðefnin úr berginu.

Jarðeðlisfræði og kortlagning: Félagið hyggst meta hvaða jarðeðlisfræðilegu rannsóknaraðferðir henta best til að kanna undirlag pegmatítssvæðisins. Þar gætu m.a. komið til greina segulmælingar og geislavirknimælingar, þar sem mónasít inniheldur oft þóríum sem hægt er að nema með geislamæli. Jafnframt verður unnið að nákvæmri jarðfræðikortlagningu til að rekja útbreiðslu pegmatítsins og tengdra sprungna og breytingasvæða.

Rannsóknarboranir: Amaroq skoðar nú möguleikann á að koma fyrir bor á svæðinu snemma árs 2026 með það að markmiði að safna gögnum um dýpt og uppbyggingu pegmatítkerfisins. Niðurstöðurnar munu nýtast við skipulagningu mögulegra frekari borana eða stærra sýnatökuverkefnis á Nunarsuit. Félagið mun fylgja agaðri nálgun og tryggja að allar upplýsingar liggi fyrir áður en ákveðið verður um næstu skref.

Gardar svæðið og sambærilegar Rare-Earth Elements uppgötvanir
Gardar-innskotsbeltið í Suður-Grænlandi hefur lengi verið þekkt fyrir einstaka jarðfræðilega eiginleika og verulegar auðlindir sjaldgæfra jarðefna (Rare-Earth Elements). Austan við Nunarsuit liggja Ilímaussaq-innskotin, þar sem finna má svæði eins og Kvanefjeld og Tanbreez. Kvanefjeld (Kuannersuit) hefur staðfest og áætlað auðlindamat upp á 451 Mt við 1,14% TREO, auk 559 Mt við 1,1% TREO í áætluðum flokki, og er talið eitt stærsta óunna Rare-Earth Elements námusvæði heims. Tanbreez (Kringlerne), sem er aðeins um 15 km frá Kvanefjeld, hefur áætlaðar auðlindir upp á 25,4 Mt við 0,37% TREO og 1,37% ZrO₂, auk 19,45 Mt við 0,39% TREO og 1,42% ZrO₂ í áætluðum flokki, en áætlað heildar rannsóknarsvæði nær yfir meira en 4 milljarða tonna (aðallega eudialýt-hýst létt sjaldgæf jarðefni og hátt zirkóninnihald) og var svæðinu veitt námuleyfi árið 2020. Þessi svæði undirstrika ríkulegar auðlindir Gardar-svæðisins sem hafa vakið alþjóðlega athygli á Suður-Grænlandi sem lykilsvæði sjaldgæfra og mikilvægra jarðefna á heimsvísu.

Jarðfræðilega séð deilir Nunarsuit-kerfi Amaroq sama eldvirkniuppruna og Kvanefjeld og Tanbreez, en svæðin rekja uppruna sinn til Gardar-rifsins fyrir um 1,13 milljörðum ára. Rare-Earth Elements-málmgrýti í þessum kerfum tengist yfirleitt síðbúnum þróunarstigum eldvirkni svo sem pegmatítum, aplítum og vatnshitaáhrifum innan stærri basískra innskota. Í Kvanefjeld finnast Rare-Earth Elements aðallega í steenstrupín (flókin kísilsteind sem inniheldur einnig úran og þóríum) og í eúdíalýt-ríkum svæðum. Í Tanbreez eru Rare-Earth Elements aðallega hýst í eúdíalýti, natríum-zirkoníum kísilsteind sem er einkennandi fyrir peralkalínískar sýenítar. Þessar steindir bera vitni um þróaða, agpaitískt eðli Ilímaussaq-innskotanna.

Nýlegar niðurstöður frá Ilua pegmatítsvæðinu í Nunarsuit benda til annars konar málmgrýtis, líkari granítpegmatít-hýstum Rare-Earth Elements kerfum. Tilvist mónasíts (þó ekki enn staðfest sem aðalhýsill) bendir til LREE-samsetningar sem myndast í peralúmínískum til mildum alkalískum granít-pegmatít umhverfum. Þessi jarðfræðilega undirstaða er svipuð og í þekktum auðlindum, en þó með annarri ríkjandi steindafræði, sem gæti þýtt að Nunarsuit hýsi viðbótartegund af Rare-Earth Elements -málmgrýti innan svæðisins. Rannsóknarteymi Amaroq styðst við hliðstæð dæmi úr klassískum granítpegmatít- Rare-Earth Elements kerfum og basískum Gardar innskotum við túlkun á niðurstöðum sýna frá Ilua.

Félagið telur að vesturhluti Gardar-svæðisins, þar sem Nunarsuit er staðsett, hafi verið lítið rannsakaður með tilliti til sjaldgæfra jarðmálma (Rare-Earth Elements) og að uppgötvun Ilua pegmatítsins sé vísbending um lítt rannsakaðan hluta Gardar svæðisins.

Sampling and QAQC Disclosure 
A series of rock chip samples were collected from the southern areas of the Nunarsuit license around 60.697464N,-48.004247E. Rock chip samples were collected from outcrops using geological hammers and placed into calico cotton sample bags with a numbered sample ticket.

All samples were packaged and sent to an accredited laboratory, ALS Geochemistry, Loughrea, Ireland, for analysis. Preparation scheme PREP-31BY was used on all samples. This involves crushing to 70% under 2 mm, rotary split off 1 kg, and pulverizing the split to better than 85% passing 75 microns. Samples were then analysed using 50 g fire assay method Au-ICP22 and multielement method ME-MS61r which uses a four-acid digestion (perchloric, nitric, hydrofluoric and hydrochloric acids) paired with ICP-MS and ICP-AES analysis for 60 elements including REE. All samples were analysed for Si, Ti and Zr using portable-XRF method pXRF-34. Four samples were analysed using lithium borate fusion method ME-MS85 for overlimit grades of Nb, Nd, Y and Zr, and method Zn-OG62 for overlimit grades of Zn.

Grab sample QAQC procedures consisted of the systematic blanks, and field duplicates at a rate of 1 in 20 or 5% per QA/QC type. In addition, ALS insert blanks and standards into the analytical process.

Enquiries:
Amaroq Ltd. C/O        
Ed Westropp, Head of BD and Corporate Affairs                         
+44 (0)7385 755711
ewe@amaroqminerals.com

Eddie Wyvill, Corporate Development                         
+44 (0)7713 126727
ew@amaroqminerals.com

Panmure Liberum Limited (Nominated Adviser and Corporate Broker)
Scott Mathieson
Nikhil Varghese
Freddie Wooding
+44 (0) 20 7886 2500

Canaccord Genuity Limited (Corporate Broker)
James Asensio
Harry Rees
+44 (0) 20 7523 8000

Camarco (Financial PR)
Billy Clegg
Elfie Kent
Fergus Young
+44 (0) 20 3757 4980

Further Information:
About Amaroq

Amaroq’s principal business objectives are the identification, acquisition, exploration, and development of gold and strategic metal properties in Greenland. The Company’s principal asset is a 100% interest in the Nalunaq Gold mine. The Company has a portfolio of gold and strategic metal assets in Southern Greenland covering the two known gold belts in the region as well as advanced exploration projects at Stendalen and the Sava Copper Belt exploring for Strategic metals such as Copper, Nickel, Rare Earths and other minerals. Amaroq is continued under the Business Corporations Act (Ontario) and wholly owns Nalunaq A/S, incorporated under the Greenland Companies Act.

Neither TSX Venture Exchange nor its Regulation Services Provider (as that term is defined in policies of the TSX Venture Exchange) accepts responsibility for the adequacy or accuracy of this release.

Inside Information
This announcement does not contain inside information.

Qualified Person Statement
The technical information presented in this press release has been approved by James Gilbertson CGeol, VP Exploration for Amaroq and a Chartered Geologist with the Geological Society of London, and as such a Qualified Person as defined by NI 43-101.


Primary Logo

Legal Disclaimer:

EIN Presswire provides this news content "as is" without warranty of any kind. We do not accept any responsibility or liability for the accuracy, content, images, videos, licenses, completeness, legality, or reliability of the information contained in this article. If you have any complaints or copyright issues related to this article, kindly contact the author above.

Share us

on your social networks:
AGPs

Get the latest news on this topic.

SIGN UP FOR FREE TODAY

No Thanks

By signing to this email alert, you
agree to our Terms & Conditions